Fréttir

Laus staða við ræstingar

Laus er staða við ræstingar í Leikskólanum í Stykkishólmi frá 8. ágúst 2023. Vinnutími er frá kl. 12:30 – 17:00. Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg. Nánari upplýsingar gefur Elísabet Lára Björgvinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í síma 4338128 og á netfanginu leikskoli@stykkisholmur.is. Umsóknarfrestur er til 10. maí 2023. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Sveitarfélagsins Stykkishólms-íbúagátt.

Gjöf til leikskólans

Hrafnhildur Hlín, móðir þriggja drengja sem hafa verið og eru enn hér í leikskólanum, kom færandi hendi í morgun og gaf leikskólanum hljóðfæri sem eiga eftir að nýtast vel í starfinu. Hrafnhildur rekur vefverslunina hjal.is og við þökkum henni kærlega fyrir að hugsa svona vel til okkar.

Umsóknir fyrir næsta vetur

Umsóknir um leikskólann fyrir næsta vetur þurfa að berast fyrir 1. maí ár hvert.

Þorrablót í leikskólanum

Hefð er fyrir því að halda upp á bóndadaginn í leikskólanum með þorrablóti. Í leikskólanum starfar fólk með ýmsa hæfileika og kunnáttu. Þær Anna og Karín Rut komu með ýmislegt skemmtilegt til að sýna krökkunum á Ási og Nesi í dag í tilefni dagsins. Við fengum að sjá meðhöndlun á ull allt frá því hún er komin af kindinni og þar til hún er orðin að bandi og flík. Við fengum líka að skoða ýmsa gamla og fallega muni. Þetta var allt mjög áhugavert. Í hádeginu var þorramatur í boði sem fór mis vel í börnin, en grjónagrauturinn og slátrið var uppistaðan svo enginn fór svangur frá borði. Fleiri myndir má sjá á myndasíðunni.

Jólasamverustund skólanna í kirkjunni

Leikskólinn, tónlistarskólinn og yngri bekkir grunnskólans héldu saman jólasamverustund í kirkjunni 6. desember. Þar fluttu nemendur í 3. bekk grunnskólans helgileik, nemendur úr tónlisarskólanum spiluðu jólalög og leikskólanemendur sungu tvö lög. Farið var með rútu úr leikskólanum og Gunnar bílstjóri fór með okkur hinn hefðbundna jólaljósarúnt á leiðinni til baka.

Gjöf frá Björgunarsveitinni Berserkjum

Í morgun komu færandi hendi þau Björn Ásgeir og Rebekka Sóley frá Björgunarsveitinni Berserkjum og færðu okkur að gjöf öryggisvesti á nemendur okkar og einnig endurskinsmerki sem sett verða í hólf barnanna. Við þökkum kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem á eftir að nýtast okkur vel í skammdeginu því eins og við vitum öll eru börnin töluvert á ferðinni og við viljum að þau sjáist vel.

Jólaföndur Foreldrafélagsins

Jólaföndur foreldrarfélags leikskólans í Stykkishólmi

Atvinnuauglýsing

Aðalfundur foreldrafélagsins er á fimmtudag í næstu viku, þann 29. september, ekki í kvöld!

Aðalfundur foreldrafélags leikskólans í Stykkishólmi verður haldinn 29. september kl 18:00.

Aðalfundur foreldrafélagsins er á fimmtudag í næstu viku, þann 29. september, ekki í kvöld!

Aðalfundur foreldrafélags leikskólans í Stykkishólmi verður haldinn 29. september kl 18:00.