06.12.2023
Í dag fengum við Litlu lúðró í heimsókn í leikskólann og spiluðu krakkarnir fyrir okkur nokkur lög. Við þökkum þeim vel fyrir þessa jólaheimsókn.
17.11.2023
Bæjarstjórn Stykkishólms hefur samþykkt að á þessu skólaári verði lokað í leikskólanum 22. desember og 2. janúar og foreldrar beðnir um að skrá börn sín sérstaklega ef þau hyggjast nýta leikskólavistun milli jóla og nýárs. Þá samþykkti bæjarstjórn einnig að foreldrum gefist færi á því að fá leikskólagjöld fyrir desembermánuð felld niður gegn því að velja aðra af tveim leiðum hér að neðan:
10.11.2023
Bæjarráð og bæjarstjórn ræddi um og samþykkti reglur varðandi styrkingu leikskólans og betri vinnutíma kennar og starfsfólks.
20.09.2023
Haustið fór vel af stað hjá okkur og fyrir fyrsta fund skóla-og fræðslunefndar tókum við saman nokkrar staðreyndir um leikskólann.
20.09.2023
Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausa frá 1. janúar 2024 stöðu leikskólakennara, vinnutími frá kl 9:00 – 16:00.
Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg.
Í leikskólanum er vinnuvikan nú 38 klukkustundir fyrir 100% starf.
Athugið að starfið hentar öllum kynjum.
Allar nánari upplýsingar gefa Sigrún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri og Elísabet Lára Björgvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á netfanginu leikskoli@stykkisholmur.is og í síma 4338128 og 8664535.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Stykkishólmsbæjar og á íbúagáttinni á vef bæjarins www.stykkisholmur.is
Umsóknarfrestur er til 30. sept 2023. Öllum umsóknum verður svarað.
08.09.2023
Nú eru fjórir starfsmenn leikskólans byrjaðar í fagháskólanámi en það er nýtt fyrirkomulag á leikskólakennara námi við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Þetta nám er sniðið að fólki sem er búið að vinna lengi en vantar kannski eitthvað upp á stúdentsprófið.
08.09.2023
Mánudaginn 11 september kemur Jón Pétur danskennari og verður með námskeið fyrir tvo elstu árgangana eins og hann hefur gert undanfarin ár.
15.06.2023
Umsóknir og breytingar á leikskólavistun í leikskólanum í Stykkishólmi fyrir næsta skólaár, verða að hafa borist í síðasta lagi 23. júní.
Að öðrum kosti er ekki hægt að tryggja leikskóladvöl barna. Lögheimili og kennitala eru skilyrði nema samið hafi verið um annað.
12.06.2023
Miðvikudaginn 31. maí fór fram formleg útskrift úr Leikskólanum í Stykkishólmi en það eru 20 nemendur sem flytja sig yfir á næsta skólastig í haust. Börnin voru búin að undirbúa dagskrá sem þau fluttu í tilefni dagsins og eftir það fengu þau afhent útskriftarskjal og birkihríslu frá leikskólanum og fulltrúar Grunnskólans í Stykkishólmi sem voru viðstaddir afhentu þeim viðurkenningu fyrir vorskólann sem var fyrr í maí. Við þökkum árgangi 2017 og fjölskyldum þeirra fyrir ánægjuleg ár og samstarf síðustu ára og óskum þeim góðs gengis í grunnskólanum.
09.06.2023
Þau Ísleifur Narfi og mamma hans Þóra Magga komu færandi hendi á dögunum með gjöf sem þau færðu okkur fyrir hönd árgangs 2017. Gjöfin er tvær forritunarbjöllur sem nú þegar hafa vakið mikla lukku hjá börnunum. Við þökkum kærlega fyrir þessa frábæru gjöf.