Fréttir

Fyrirhuguðu verkfalli aflýst en lokað kl. 12 í dag.

Samningar náðust upp úr miðnætti í nótt svo fyrirhuguðu verkfalli SDS fólks hefur verið aflýst og leikskólinn opnaði í morgun eins og venjulega. Við minnum á að í dag lokum við klukkan 12 vegna hálfs skipulagsdags.

Starfið í leikskólanum ef af verkfalli SDS fólks verður

Mánudaginn 9. mars verður ½ starfsdagur í leikskólanum, leikskólinn lokar kl 12 og börnin fá ekki hádegismat hér. Ef að kemur til verkfalls BSRB, þá stendur það mánudag 9. mars og þriðjudag 10. mars. Þá verða bæði Vík og Bakki lokaðar þar sem deildarstjórar þeirra deilda eru í SDS sem er aðildarfélag innan BSRB. Á Nesi og Ási verður opið að hluta til og helmingur barnanna í einu, einungis er hægt að bjóða 4 tíma í einu fyrir hvert barn. Sendur hefur verið tölvupóstur til viðkomandi foreldra með nafnalista, skipt var eftir stafrófsröð og tekið tillit til systkina. Eldhúsið er alveg lokað en boðið verður upp á ávaxtatíma svo gott er ef börnin verða nýbúin að borða þegar þau mæta í leikskólann. Næstu verkfallsdagar eru svo fyrirhugaðir 17. og 18. mars ef ekki verður búið að semja. Vinsamlegast fylgist vel með fréttum og við komum upplýsingum frá okkur í tölvupósti þegar þær berast.

Laus staða leikskólakennara í Leikskólanum í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausa stöðu frá 1. apríl 2020. Um er að ræða 100% afleysingarstöðu í eitt ár með möguleika á fastráðningu. Gerð er krafa um: ? Leikskólakennaramenntun ? Góða tölvu- og íslensku kunnáttu ? Færni í samskiptum ? Metnað fyrir leikskólakennslu Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg. Athugið að starfið hentar bæði konum og körlum og í leikskólanum í Stykkishólmi starfa bæði konur og karlar. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands og viðeigandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um störfin gefur Sigrún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri í síma 433-8128/8664535 eða á netfanginu leikskoli@stykkisholmur.is. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Stykkishólmsbæjar og á vef bæjarins www.stykkisholmur.is á íbúagáttinni. Umsóknarfrestur er til 12. mars n.k.

Konudagskaffi í Leikskólanum í Stykkishólmi

Föstudaginn 21. febrúar buðu nemendur leikskólans þeim konum sem skipa stóran sess í lífi þeirra í vöfflu- og kleinukaffi í tilefni konudagsins. Mjög góð mæting var og má áætla að vel yfir 300 konur (langömmur, ömmur, mæður, systur, frænkur og vinkonur) hafi mætt í leikskólann af þessu tilefni. Sett var upp kaffihús í salnum þar sem borð voru skreytt með blómavösum og blómum sem börnin höfðu útbúið. Inni á deildum voru það möppur barnanna sem vöktu mesta eftirtekt en í þær safna börnin myndverkum sínum og ýmsum verkefnaskráningum sem þau sýndu gestum sínum með stolti og gleði, auk þess sem ýmiskonar efniviður til leikja var uppivið. Við vorum mjög ánægð með daginn og þökkum fyrir frábæra þátttöku í konudagskaffinu.

Þorrablót leikskólans

Á bóndadaginn var haldið þorrablót í leikskólanum. Nemendur og kennarar gerðu ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks í tilefni dagsins og klukkan 15 hófst svo hið eiginlega þorrablót. Börnin buðu til þorraveislu öllum þeim karlmönnum sem skipa stóran sess í lífi þeirra. Þarna mátti því sjá feður, afa, langafa, bræður, vini og frændur sem börnin sýndu stolt möppur sínar. Í salnum var búið að koma fyrir þrautabraut og hlaðborði með þorramat á og inni á deildum var ýmis verkefni að finna.

Jólakveðja Leikskólans í Stykkishólmi

Jólakveðja Leikskólans í Stykkihólmi

Helgileikurinn og litlu jólin í leikskólanum

Litlu jólin voru haldin í leikskólanum miðvikudaginn 18. desember og hófust að venju með helgileik elstu nemendanna. Búningarnir sem notaðir eru í leiknum eru mjög gamlir og saumaðir af St. Fransiskussystrum. Vekja þeir alltaf mikla athygli auk þess að margir foreldrar rifja gjarnan upp við þetta tækifæri hvaða hlutverk þeir höfðu í leiknum á sínum tíma. Eftir leikinn tók við jólaball en þar spiluðu Villi og Matti fyrir okkur jólalögin og jólasveinar komu í heimsókn og færðu börnunum gjafir. Við þökkum öllum þeim sem hjálpuðu okkur við að gera þetta að góðum degi.

Einar Áskell í leikskólanum

Í dag kom Bernd Ogrodnik brúðumeistari til okkar með brúðusýninguna um Einar Áskel. Það voru foreldrafélagið og leikskólinn sem buðu í sameiningu upp á þessa sýningu. Ekki var annað að sjá en að börnin skemmtu sér vel. Myndir eru komnar inn á heimasíðuna.

Ný stjórn foreldrafélags leikskólans

Aðalfundur Foreldrafélags Leikskólans í Stykkishólmi var haldinn í gærkvöldi í sal skólans, Mostraskeggi. Kosin var ný stjórn fyrir skólaárið 2019-2020 og í henni sitja: Klaudia Sylwia Gunnarsdóttir, formaður Ingunn Alexandersdóttir, gjaldkeri Anna Margrét Ólafsdóttir, ritari Elva Rún Óðinsdóttir, meðstjórnandi Ósk Hjartardóttir, meðstjórnandi Fundurinn samþykkti að félagsgjaldið yrði kr. 450,- fyrir hvert barn á mánuði frá 1. nóvember. Enn vantar tvo fulltrúa í foreldraráð leikskólans og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við leikskólastjóra.

Námskeið á skipulagsdegi.

Starfsmenn leikskólans sátu námskeið á skipulagsdegi 19. ágúst s.l. þar sem viðfangsefnið var ,,Vinátta - eineltisverkefni Barnaheilla" og bangsinn Blær. Eins og áður hefur komið fram í leikskólafréttum þá gaf Kvenfélagið Hringurinn hér í Stykkishólmi okkur námsefnið fyrir eldri börnin s.l. haust og á vormánuðum var gjafafé frá Lionsklúbbi Stykkishólms m.a. notað til að kaupa námsefnið fyrir yngri börnin. Alla tónlistina í verkefninu má finna á Spotify ef leitað er eftir ,,Vinátta". Það voru þær Linda Hrönn Þórisdóttir verkefnastjóri hjá Barnaheill og Kristín Gísladóttir leikskólastjóri Uglukletts í Borgarnesi sem leiðbeindu starfsmönnum leikskólans þennan dag, en Ugluklettur var einn af þeim leikskólum sem prufukenndu námsefnið í upphafi og hefur náð góðum árangri með það.