Fréttir

Skipulagsdagur 8. febrúar

Á skipulagsdeginu 8. febrúar var bæði unnið að innra mati leikskólans og farið í skyndihjálp.

Þorrablót í leikskólanum

Í dag er bóndadagur og eins og löng hefð er fyrir í leikskólanum er haldið þorrablót þann dag. Eins og með allt annað þessa dagana þá varð að sníða blótið eftir aðstæðum og því engum utanaðkomandi boðið á blótið þetta árið. Blótið var mjög vel heppnað en dagana á undan voru börnin búin að útbúa þorrahatta og eldri deildir búnar að æfa skemmtiatriði.

Jólakveðja frá Leikskólanum

Gleðilega jólahátíð. Litlu jólin og helgileikurinn tókust mjög vel og sem betur fer gátum við streymt beint til forelda elstu barnanna helgileiknum. Við fengum einn jólasvein í heimsókn og gættum ýtrustu sóttvarna og var sveinki með grímu undir öllu skegginu :) Vík og Bakki héldu sín litlu jól alveg sér og fengu líka jólasvein í heimsókn en sá sveinn kom innan úr húsi.

Opnun Leikskólans í Stykkishólmi á milli jóla og nýárs 2020.

Stykkishólmsbær vill skapa fjölskylduvænna samfélag með frekari tækifærum til jákvæðrar samveru foreldra og barna yfir jólahátíðina sem og starfsfólks leikskólans með fjölskyldum sínum. Því vill Stykkishólmsbær bjóða foreldrum leikskólabarna afslátt af leikskólagjöldum í desember. Afslátturinn felst í því að lækka gjöldin sem nemur þremur dögum 28.-30. desember fyrir þá sem ekki nýta sína dvalartíma. Leikskólinn verður því opinn með lágmarksstarfsemi.

Lesstund á pólsku

Lesið fyrir nemendur sem eru með pólsku sem móðurmál

Skipulagsdagur í leikskólanum

Þriðjudaginn 27. október var skipulagsdagur í leikskólanum. Þann dag vorum við á rafrænu málþingi um frjálsan leik barna sem bar heitið "Bara leikur?" það var Félag leikskólakennara sem hélt málþingið. Til þess að gæta allra sóttvarna vorum við á nokkrum stöðum í húsinu á meðan á málþinginu stóð.

Leikskólastarf hafið á ný

Starfsemi leikskólans í Stykkishólmi hófst á ný eftir sumarfrí mánudaginn 10. ágúst. Ekki var annað að sjá en börnin væru ánægð með að mæta aftur í leikskólann eftir mánaðarfjarveru.

Ellefta ferðin á eldfjallið

Þetta byrjaði allt með eldgosinu í Eyjafjallajökli fyrir 10 árum síðan. Eiginlega vorum við alveg viss um að gosið hafi hafist vegna þess að við sungum svo kröftuglega þennan veturinn lagið Eldinn úr tónverkinu Þúsaldarljóð eftir þá bræður Sveinbjörn I. og Tryggva M. Baldvinssyni.

Svipmyndir úr útikennslu

Í morgunhúmi í janúar staulast röð af börnum í gulum vestum með kennurunum sínum í gegnum skaflanna á leið frá leikskólanum og upp í Nýrækt, eða í skóginn eins og þau orða það. Sum ganga á hlið eða afturábak, ? með rassinn út í vindinn?, til að skýla andlitinu fyrir skafrenningnum, en þó eru öll glöð og brosandi. Maður lætur ekki veðrið á sig fá þegar maður er á leiðinni í ævintýri.

Lausar stöður-umsóknarfrestur til 12. júní 2020

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður frá og með 10. ágúst 2020 Um er að ræða þrjár 100% stöður leikskólakennara. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu.