Fréttir

Litla lúðró í heimsókn

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn en Litla-lúðró kom til okkar og tók nokkur vel valin jólalög sem börnin gátu sungið með.

Heimsókn á dvalarheimilið

Miðvikudaginn 12. desember fóru börnin fædd árið 2013 á dvalarheimilið og sungu nokkur jólalög og vakti það mikla lukkku meðal fólksins þar.

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var 16. nóvember síðastliðinn og í tilefni af honum komu nokkrir nemendur úr grunnskólanum og lásu fyrir börnin á Nesi og Ási í litlum hópum.

Kvenfélagið Hringurinn styrkir leikskólann

Kvenfélagið Hringurinn í Stykkishólmi afhenti leikskólanum nýlega kennsluefnið Vináttu sem er eineltisverkefni Barnaheilla og við höfum áður sagt frá. Fyrir áhugasama má finna upplýsingar á síðu Barnaheilla https://www.barnaheill.is/is/forvarnir-og-fraedsla/vinatta . Það var Elísabet Lára Björgvinsdóttir leikskólastjóri sem ásamt nokkrum nemendum af Ási tók formlega á móti gjöfinni frá fulltrúa kvenfélagsins Þórhildi Pálsdóttur, en hún er formaður Barnasjóðs kvenfélagsins. Þökkum við kvenfélaginu vel fyrir velvildina í okkar garð.

Vinátta- eineltisverkefni Barnaheilla

Þessa dagana erum við í Leikskólanum í Stykkishólmi að innleiða Vináttu - verkefni Barnaheilla ? Save the Children á Íslandi í starf leikskólans. Um er að ræða forvarnarverkefni gegn einelti fyrir börn á aldrinum 3- 6 ára. Efninu fylgir bangsinn Blær sem er táknmynd vináttunnar auk hjálparbangsa fyrir hvert það barn sem mun vinna með verkefnið. Það eru börnin á Ási og Nesi sem munu byrja með Vináttu-verkefnið en von er á útgáfu fyrir yngri börnin á næsta ári. Efnið er upphaflega upprunnið frá Ástralíu og fengum við starfsmann frá Póstinum til að koma með sendinguna til okkar í söngstund í morgun.

Sýning á Norðurljósahátíðinni

Opnuð hefur verið sýning á myndverkum nemenda í Leikskólanum í Stykkishólmi í tengslum við menningarhátíðina Norðurljósin 2018. Sýningin hefur hlotið nafnið ,,Myndverk í gluggum" og hefur verið komið fyrir í gluggum Skipavíkur verslunar.

Kvennafrídagurinn 24. október

Miðvikudaginn 24. október er haldið upp á kvennafrídaginn og hvetja stéttarfélög konur til þess að leggja niður störf kl. 14:55. Langar okkur konur í Leikskólanum í Stykkishólmi að sýna samstöðu og leggja niður störf kl. 14:55 þennan dag. Ef þið hefðuð tök á að sækja börnin ykkar fyrr, og þá helst feðurnir, yrðum við þakklátar. Að sjálfsögðu verður leikskólinn samt sem áður opinn fyrir þá sem ekki hafa tök á því að sækja börn sín. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands um launamun kynjanna kemur fram að meðalatvinnutekjur kvenna eru 74 prósent af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 26 prósent lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9-17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er skv. því lokið kl. 14:55 og því er miðað við þá tímasetningu.

Hálfur skipulagsdagur í leikskólanum

Mánudaginn 22. október lokum við hjá okkur kl. 12:00 vegna skipulagsdags. Enginn hádegismatur er í leikskólanum þann dag.

Rósa Kristín hættir og Hulda byrjar aftur

Í dag er síðasti dagur Rósu Kristínar í leikskólanum en hún hefur unnið hjá okkur í nokkur ár. Við þökkum Rósu fyrir vel unnin störf og góðar samverustundir og óskum henni velfarnaðar í nýjum verkefnum. Á mánudaginn byrjar svo Hulda iðjuþjálfi aftur eftir 5 mánaða frí. Við bjóðum Huldu velkomna aftur.

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn síðastliðinn þriðjudag og urðu smá breytingar á stjórn félagsins. Jóna Gréta lét af störfum formanns og sagði Viktor sig einnig úr stjórn félagsins. Í stað þeirra buðu sig fram Kári Hilmarson og Ósk Hjartardóttir. Steinunn Alva, Rósa Kristín og Georg Pétur buðu sig áfram í stjórn félagsins. Stjórnin mun svo skipta með sér verkum á fyrsta fundi. Í foreldraráði lét Guðrún Harpa Gunnarsdóttir af störfum og bauð Martin Markvoll sig fram. Fyrir sitja Ingunn Sif sem er formaður og Sigrún Erla.