Fréttir

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður frá hausti 2017

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður leikskólakennara á hausti 2017. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Athugið að starfið hentar bæði körlum og konum. Umsóknarfrestur er til 11 ágúst 2017. Öllum umsóknum verður svarað.

Sumarhátíðin

Við höfum fært sumarhátíðina og ætlum að hafa hana fimmtudaginn 15. júní í stað 16. júní eins og fram kemur í viðburðadagatalinu okkar.

Skemmdarverk í leikskólanum!

Svona var aðkoman hjá okkur einn morguninn.

Opið hús í leikskólanum!

Opið hús verður í leikskólanum föstudaginn 28 apríl kl 14:00 - 16:00

Páskaeggjaleit foreldrafélagsins

Fimmtudaginn 6. apríl ætlar foreldrafélagið að vera með sína árlegu páskaeggjaleit og hefst hún kl. 16:00

Nemendaskipti á milli leik- og grunnskóla

Síðustu þrjá mánudaga hafa átt sér stað nemendaskipti á milli leikskólans og 1. bekkjar grunnskólans. Er það liður í samstarfi skólanna og ætlað að auðvelda börnunum flutninginn á milli skólastiganna.

Röndóttur dagur

Föstudaginn 17. mars ætlum við að hafa röndóttan dag.

Öskudags grín og glens

Mikið líf og fjör hefur verið í leikskólanum í dag og mikil spenna fyrir öskudeginum. Börnin fóru í búningana sína og slógu ,,köttinn" úr tunnunni og mátti sjá allt frá ostasalati og mysingi til ninja, dreka og prinsessa af ýmsu tagi í salnum.

Ný heimasíða

Ný heimasíða Leikskólans í Stykkishólmi hefur nú verið opnuð í samræmi við aðrar síður stofnana og skóla bæjarins. Vonum við að síðan megi nýtast vel til upplýsingamiðlunar fyrir notendur hennar. Myndir frá deildum eru nú undir einu myndasafni en ekki þremur eins og áður.

Saga um smá ferðalag

Kanínuhópur setti niður þessa ferðasögu eftir vettvangsferð 30. janúar 2017. Í hópnum eru Arnar, Björgvin, Guðmundur Leó, Hákon Rúnar, María Bryndís, Norbert Krystian, Ylfa Elísabet, Viktoría Rós og Þórir Már. Þau eru öll 5 ára nema einn sem er orðinn 6 ára